Matgæðingurinn María Ragnarsdóttir hefur ferðast um þvera og endilanga Ítalíu. Á endanum fann hún draumastaðinn, í Langhe héraði í Piemonte.
Frá Patró til Langhe
,,Þegar ég kom fyrst til Langhe vissi ég strax að þarna var staðurinn sem ég hafði leitað að. Ég féll fyrir landslaginu, matarhefðinni, vínræktinni og hinni einstöku gestrisni Piemontese-fólksins. Í Langhe héraðinu fann ég Casa Maja – mitt ítalska heimili, þar sem ég get sameinað ást mína á því að ferðast, á hjólreiðum, menningu, mat og víni - með því að taka á móti fólki og deila þessari dásamlegu upplifun.”