"Chi mangia bene e beve bene, vive bene".
Þessi orð heyrast gjarnan hér á Ítalíu þegar talað er um Cuneo svæðið og merkir einfaldlega að manneskja sem borðar góðan mat og drekkur gott vín mun lifa góðu lífi.
Svæðið er rómað fyrir gott hráefni, bæði í mat og drykk.
Slow Food
Héðan er ,,slowfood” hreyfingin upprunnin. Að borða og njóta - borða hráefni úr nágrenninu, njóta þess til hins ítrasta og umfram allt vera stolt af sínum matarhefðum. Það er einkennandi fyrir fólkið hér í Langhe.
Hér er hjarta Slow Food hreyfingarinnar, sem átti upphaf sitt í bænum Bra. Slow Food hreyfingin var stofnuð árið 1986 af Carlo Petrini og öðrum matgæðingum sem vildu berjast gegn "fast food" menningu og stuðla að því að varðveita og stuðla að matarmenningu sem byggir á staðbundnu hráefni og sjálfbærni. Þegar þú ferðast til Langhe, Roero og Monferrato, upplifir þú Slow Food hreyfinguna í gegnum matargerðina og vínin. Þú getur heimsótt fjölmarga veitingastaði og sælkerabúðir sem eru með Slow Food-vottun
Markaðirnir
Ef þú elskar ferskt hráefni og góða matarmenningu, þá eru matarmarkaðirnir á svæðinu algjör draumur.
Á þessum mörkuðum má finna allt frá safaríkum ávöxtum, grænmeti og blómum til heimagerðs brauðs, osta og hágæða kjöts. Bændur úr héraðinu standa þar við básana og selja sína uppskeru og framleiðslu.
Á sveitamörkuðunum er ekki einungis boðið upp á matvæli – þeir eru einnig frábær staður til að finna handverk, blóm, skartgripi og annað sem tengist menningu og hefðum svæðisins.
Það sem gerir þessa markaði ennþá skemmtilegri er að seljendurnir eru á ferð og flugi – þeir skipta um staðsetningu eftir dögum og koma með ferskustu vörurnar hverju sinni. Þetta þýðir að á hverjum markaði er eitthvað nýtt og ferskt að smakka og uppgötva!
Beint frá býli
Í ferðum Casa Maja heimsækjum við allskonar fjölskylduframleiðslur í sveitinni og bæjunum í kring. Þar er hægt að smakka hið einstaka ferska bragð og upplifa töfrana sem fylgir því að fara á framleiðslubúgarða þar sem við kynnumst framleiðsluferlinu frá upphafi til enda.
Ostagerðir, víngerðir, heslihnetubúgarðar og fleira. Einnig er hægt er að fara í truffluleit (á haustin) þar sem svæðið er þekkt fyrir hinar einstöku hvítu trufflur.
Svæðið er einnig heimsfrægt fyrir framleiðslu á víni á borð við, Nebbiolo, Barolo, Barbaresco, Barbera, Arneis, og fleiri